Átakasaga

Main

Ísrael/Palestína

Það eru mikil átök á milli Ísraels og Palestínu. Deilurnar snúast aðallega um landsvæði. Guð gaf báðum löndunum heilagt landsvæði á sama tíma og núna eru löndin að rífast um það.

Síonistaþingið í Basel

01/02/1897

Herzl stóð fyrir Síonistaþinginu og þar kom fram að ríki gyðinga ætti að vera í Palestínu því þar áttu þeir upphaflega heima.

Hitler komst til valda

1933

Margir gyðingar fluttu til Palestínu útaf því að Hitler komst til valda

Verkfall Araba

1936

Arabar gerðu verkfall til að berjast á móti stjórn Breta og innflutningi Síonista.
Bretar settu af stað nefnd sem átti að finna út orsök verkfallsins og sú nefnd stakk uppá að svæðinu yrði skipt í tvennt - Ísrael og Palestínu. Palestínu-arabar urðu reiðir og hófu uppreisn gegn Bretum og Síonistum.

Hvítbókin

1939

Skýrsla nefndar um ástandið í Palestínu. Tillögur um að gyðingaríki yrði hluti af arabískri Palestínu. Báðir aðilar höfnuðu tillögunum

Takmörkun innfluttra gyðinga

1939

Bretar takmörkuðu fjölda innfluttra gyðinga. Á sama tíma voru nasistar að leggja undir sig Evrópu. Gyðingar gerðu uppreist gegn Bretum og þessari stefnu

Stofnun Ísraels

1947

SÞ ákváðu að yfirstjórn Breta þyrfti að ljúka og Palestínu var skipt í 2 ríki - gyðinga og araba. Frjósamasta landið var gyðingamegin. Skiptingin átti að eiga sér stað á 6 mán.
Úr varð blóðug barátta á milli gyðinga og araba. Irgun-samtökin myrtu alla íbúa þorpsins Deir Yassin (250 manns) Þeir sem stjórnuðu komust flestir til valda í Ísrael.
Mikill flóttamannavandi.
Palestínumenn misstu hafnarborgina Jafa.

Ísrael var stofnað

1948

Fyrsta styrjöld Ísraels og Araba

1948

Byrjaði daginn eftir stofnun Ísraels. Sameinaðir herir frá Egyptalandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi réðust inní Ísrael. Ísrael náði hluta af Sýrlandi og Jerúsalem og hélt herteknum svæðum. Þeirra svæði stækkaði um 1/3. Egyptar réðu yfir Gaza og Jórdanía yfir Vesturbakkanum.

Gaza ströndin

1948 - 1967

Egyptar sáum um hana á þessum tíma.

Valdarán í Egyptalandi

1952

Gamal Abd El Nasser hafði hugmyndir um sameinað arabískt ríki - rauf öll tengsl við BNA og UK.

Nasser tók við völdum

1954

Súezdeilan

1956

Egyptar þjóðnýttu skurðinn í júlí og sá Bretar of Frakkar þetta sem ógnun - skurðurinn var í þeirra eign. Ísraelar hófu stríðsaðgerðir gegn Egyptum og Bretar og Frakkar sendu fótgöngulið og flugher. Egyptar lokuðu skurðinum með því að sökkva skipum.
BNA voru á móti hernaði Breta og Frakka og neyddu þá til að draga herliðið tilbaka. Ísrael hörfðaði.
Ísrael vann. 170 Ísraelskir hermenn dóu en 1000 egypskir. Ísraelar eyddu búðum í Fedayeen, lögðu undir sig Sínaískagann, opnuðu fyrir Aqaba-flóann fyrir skipin sín og lögðu undir sig Gaza-svæðið. Ísraelar hörfuðu svo og SÞ tók við. Landamæri breyttust ekki

Stofnun Fatah

1958

Fatah voru skæruliðasamtök sem voru stofnuð af meðlimum PLO. Þetta voru öflugustu samtök Palestínuaraba. Þeir voru hættulegir og dráðu m.a. óbreytta borgara. Í stofnsáttmálanum er kveðið á um baráttu gegn Síonistum og að leggja eigi ríki Gyðinga í rúst. Aðalsmerki Fatah var að Palestínumenn eiga að vera óháðir Arabaríkjunum. Margir gengu til liðs við Fatah eftir Sex daga stríðið.

Stofnun PLO

1964

Samtökin PLO voru stofnuð til að berjast fyrir endurheimt Palestínu. Til að byrja með voru þau regnhlífasamtök fyrir mikinn fjölda hreyfinga Palestínumanna.
PLO voru fyrst með höfuðstöðvar í Jórdaníu þangað til þeir voru reknir þaðan með hervaldi. Þá fóru þeir yfir til Líbanon.
PLO voru hryðjuverkamenn

Fyrsta árásin á Ísrael

1965

Fatah menn voru hættulegir og drápu m.a. óbreytta borgara

Sex daga stríðið

05/1967

Sýrland snérist gegn Ísrael. Ísraelar voru byrjaðir að rækta land nálægt landamærum Sýrlands.
Nasser sendi 100.000 manna her til Sínaí skaga. Arabar ætluðu að þurrka Ísraelsríki útaf kortinu. 8 arabaríki undirbjuggu árás, Egyptaland var með 100 þúsund manna her undir vopnum á Sínaí og 1000 skriðdreka. Á flugvöllum Egypta voru 400 orrustuvélar og 80 sprengjuvélar.
Ísraelsmenn réðust á Egyptaland af fyrra bragði. Þeir eyðilögðu flugflota arabaríkjanna, tóku Vesturbakkann og austurhluta Jerúsalem, Gólanhæðirnar í Sýrlandi voru teknar, þeir komust að Súezskurði og héldu hluta herteknu landanna.

Sex daga stríðið

05/16/1967

Nasser skipaði her SÞ að fara frá Gaza svæðinu og Sínaí skaga

Sex daga stríðið

05/23/1967

Nasser lokaði Aqaba-flóa fyrir ísraelskum skipum

Ólympíuleikarnir í München

09/1967

PLO stóð fyrir svarta september. Þeir rændu ísrelskum keppendum, héldu þeim sem gíslingum, og drápu.

Yasser Arafat varð formaður

1968

Hann var líka einn stofnandanna

Gaza ströndin

1968 - 2012

Ísraelar tóku við Gaza ströndinni en Egyptar stjórna S-hluta landamæranna.
1,5 milljón Pakistana búa þar. Flestir íbúarnir eru flóttamenn. 20% hafa engan aðgang að fráveitkerfi.

Nasser dó

1970

Anwar Sadat tók við. Hann vildi hefna fyrir sex daga stríðið. Hann vildi reka Ísrael frá Sínaí, Vesturbakkanum og Gólanhæðum. Fékk lánuð vopn frá Sovétríkjunum til að byrja annað stríð.

30.000 meðlimir

1970

Arafat gerði að meðaltali 1 árás á Ísrael á dag.

Mælirinn fullur hjá Jórdaníukonungi

09/06/1970

PFLP rændu þremur flugvélum sem voru svo sprengdar í Jórdaníu. Rán risavaxinna farþegaþotna af ýmsum þjóðernum og á alþjóðlegum flugleiðum fyllti mælinn hjá Jórdaníukonungi.
Hann rak PLO úr Jórdaníu með hervaldi. Við þetta varð borgarastyrjöld í Jórdaníu - Svarti september.

Yom Kippur

10/06/1973 - 10/22/1973

Egyptar og Sýrlendingar réðust á Ísrael. 6. okt var Yom Kippur dagurinn - Helgidagur gyðinga og margir hermenn frá Ísrael voru í fríi.
Þeir eyðilögðu varnir Ísraels við Súezskurðinn, Sýrlendingar ráku þá frá Gólanhæðum, Ísrael tókst samt að halda Sínaískaganum.
Báðir stríðsaðilar fengu vopn frá Stórveldunum. Ísrael fékk fleiri vopn frá BNA heldur en hinir frá Sovétríkjunum og þess vegna tókst þeim að vinna land og voru með minna mannfall.
BNA og Sovétríkin vildu binda enda á þetta og komu á vopnahléi 22. okt 1973.

SÞ samþykktu PLO sem fulltrúa palestínsku þjóðarinnar

1974

Camp David

1979

Samningaviðræðurnar fóru fram í sumarhúsi BNA forseta. Þar var samþykkt að Egyptar fengu aftur Sínaískagann og í staðinn viðurkenndu þeir tilvist Ísraels. Ísrael átti líka að skila 3 herstöðvum, olíulindum og 13 nýbyggðum. Ísrael samþykkti að Palestínumenn fengu sjálfsstjórn innan 5 ára. Egyptar leyfðu skipum á leið tli Ísrael að sigla um Súesskurðinn. Arabar gagnrýndu samninginn.

Sadat myrtur

10/06/1981

Egypskir hermenn drápu Sadat

Innrás Ísraelshers í Líbanon

03/1982

Ísraelsmenn gerðu innrás í Líbanon til að stöðva PLO en það tókst ekki. Þeir höfðu gert stöðugar árásir á Líbanon á árunum 1980-1981.

Innrás Ísraelshers í Líbanon. Tilraun 2. Sabra-Chatila.

06/1982

172.000 manna herlið Ísraela réðst inní Líbanon. Markmiðið var að losa Líbanon við PLO og koma á kristna stjórn til að tryggja vinsamlega grannstjórn.
Til að halda mannfalli manna sinna í lágmarki byrjuðu þeir á að sprengja allar borgir áður en þeir réðust inní þær. 12-20 þúsund manns dóu, 40 þúsund særðust og 300 þúsund misstu heimili sín.
Ísraelsmenn umkringdu Sabra-Chatila flóttamannabúðirnar. Þeir sögðu að PLO menn væru þar í felum. Kristnir herflokkar myrtu 2000 flóttamenn. Arial Sharon, varnarmálaráðherra, bar ábyrgð á fjöldamorðunum og var látinn segja af sér.

Intifada nr. 1

1987

Intifada er vopnlaus uppreisn Palestínumanna gegn Ísrael.
Uppreisn var gerð gegn hernámi Ísraelsmanna á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Uppreisnin fólst aðallega í kasti mólotov-kokteila og grjóti, fjöldamótmælum, íkveikju dekkja og verkföllum. Almennir borgarar stóðu á bakvið þetta s.s. stúdentar, kennarar, verkamenn og kaupmenn.
Ísraelar brugðust við af mikilli hörku. 1000 palestínskar fjölskyldur misstu heimilin sín, 510 létust og þúsundir voru fangelsaðir

Hamas

1987

Skæruliðasamtök sem voru stofnuð af öfgamönnum sem voru á móti samstarfsvilja PLO. Meginmarkmið þeirra var að eyða Ísrael.

PLO viðurkenndi tilverurétt Ísraels og skiptingu Palestínu skv SÞ

1988

Oslóarsamningurinn

1991

Leynilegar viðræður hófust á milli PLO og Ísrael.
Yasser Arafat og Yitzhak Rabin skrifuðu undir samninginn sem var undirritaður í 2 skrefum.
Rabin var drepinn og aldrei varð neitt úr samningnum

Oslóarsamningurinn - Fyrsta undirritun

1993

Samningurinn var undirritaður í tvemur skrefum.
Í þessu skrefi var skrifað undir það að Palestínumenn myndu fá sjálfsstjórn yfir Gaza og Vesturbakkanum.

Oslóarsamningurinn - Önnur undirritun

1995

Oslóarsamningurinn var undirritaður í 2 skrefum.
Í þessu skrefi var skrifað undir það að Palestínumenn fengu sitt eigið löggjafarþing og fulla lögsögu yfir 20% hernumdu svæðanna.

Netanyahu kemst til valda í Ísrael

1996

Við þetta var friðarferlinu stofnað í mikla hættu því hann stuðlaði að auknum straumi landnema inná Vesturbakkann og herti kröfurnar sem voru gerðar til sjálfsstjórnar Palestínumanna um taumhald á hryðjuverkamönnum.

Wye River samkomulagið

1998

Friðarsamkomulag á mili Ísraels og Palestínu. Kosið var um eftirfarandi:
1. Ísraelsmenn láta af hendi 13% af Vesturbakkanum til Palestínumanna á 90 daga tímabili (2% fóru)
2. 14,2% yrði tekið af sameiginlegri eign Ísraels og Palestínu af Vesturbakkanum og látin yfir til einkaeignar Palestínu.
3. Átti að búa til örugga ferðaleið fyrir frjálsu palestínsku hreyfinguna frá Gaza til Vesturbakkans
4. Byggður var flugvöllur og hafnarborg á S-Gaza svæðinu
5. Frelsa átti 750 meinta pólitíska, palestínska fanga
6. Hrinda átti af stað aðgerðum gegn hernaðarhópum og handtaka 30 manns sem voru sökuð um hryðjuverk
7. Handataka átti meinta hryðjuverkamenn og gera vopn CIA upptæk
8. Taka átti út allar klausur í Palestínska sáttmálanum sem voru á móti Ísrael eða sýndu fram á eyðileggingu Ísraels.

Intifada nr. 2

2000 - 2005

Miklar hernaðaraðgerðir Ísraels gegn uppreisnum Palestínumanna

Aðskilnaðarmúrinn

2002

Var byggður til að koma í veg fyrir frekari sjálfsmorðssprengjuárásir Palestínumanna. Hann var byggður langt yfir landamæri Ísraels og er 8 metrar á hæð.

Vegvísirinn

2003

Friðarsáttmáli sem var búinn til af BNA, Rússlandi, Evrópusambandinu og SÞ. Þessi friðarsamningur var leiðbeining að því hvernig ná megi sáttargerð.
Honum var skipt niður í 3. þrep:
1. Vinnur með úrlausn beggja ríkjanna. Palestínumenn eiga að hætta öllu ofbeldi, vinna gegn þeim sem fást við hryðjuverk, skrifa stjórnarskrá og halda kosningar. Ísraelsmenn áttu að hætta öllum skiptasamningum og aðhafast hernaðarhöft.
2. Tímabundin landamæri áttu að verða til í kringum Palestínu.
3. Talað um lokasáttmála

Þessi friðarsáttmáli fór ekki í framkvæmd.

Gaza ströndin

2005

Ísrael dró herinn burt ásamt þúsundum gyðinga. Þetta áttu að vera endalok hernámsins en Ísrael er ennþá með mestu stjórnina yfir landamærunum ásamt vötnunum og lofthelginni. Lífið á Gaza hefur bara versnað.
Hamas menn vildu vernda svæðið sitt og létu þá almenning falla í staðinn fyrir leiðtoga til að fá meiri fréttaathygli.

Innrás Ísraelshers í Líbanon. Tilraun 3.

2006

Ísrael réðst aftur inní Líbanon. Þeir vildu ganga mili bols og höfuðs á Hisbollah skæruliðum. Þeir höfðu verið að skjóta eldflaugum á Ísrael. 1000 manns dóu, aðallega óbreyttir borgarar og innviði Líbanon voru lögð í rúst. Milljón manns flýðu eða misstu heimili sín. Takmarkið mistókst.
Suðurhluti Líbanon var óbyggilegur útaf klasasprengjum.

Gaza ströndin

2007

Ísrael takmarkaði inn-og útflutning og hertu svo reglurnar árið 2007 til þess að einangra Hamas og koma í veg fyrir fleiri eldflaugaárásir. Það mátti bara flytja inn mat, hreinlætisvörur og lyf.

Gaza ströndin - Lýst yfir mannúðlegu hættuástandi

2008

Gaza ströndin - Friðarsamningurinn rennur út

12/24/2008 - 12/27/2008

Á aðfangadag byrjuðu Hamas að ráðast á Ísrael og 27. des svöruðu Ísrael með loftárásum og náðu völdum á háflugasvæðinu

Arabíska vorið

Mótmæli sem byrjuðu 18. desember 2012 í Túnis.
Byltingarnar voru í Túnis og Egyptalandi.
Borgarastríð voru í Lýbíu - fall ríkisstjórnar í kjölfarið
Uppreisnir voru í Barein, Sýrlandi og Jemen.
Mótmæli voru í Alsír, Írak, Jórdaníu, Kúveit, Ómen, Marokkó
Minni mótmæli voru í Líbanon, Máritaníu, Sádí-Arabíu, Súdan og Vestur-Sahara.
Það sem var sameiginlegt með þessum mótmælum var:
Einræði, brot á mannréttindum, spillt stjórnvöld, bág efnahagsstaða, atvinnuleysi, hátt matvælaverð og matvælaverð.
Þessi mótmæli eru að skila sér. Ríkin hafa færst ofar á lista SÞ yfir þróunarvísitölur ríkja. :að sem hefur gert það mögulegt eru meiri möguleikar til menntunar, betri lífsgæði, minni ungbarnadauði og aukið læsi.

3 ríkisstjórnir hafa fallið:
Ben Ali sagði af sér í túnis
Mubarak sagði af sér í Egyptalandi
Gaddafi sagði af sér frá Líbýu.

Mótmælin byrjuðu

12/18/2010

Arabíska vorið í Egyptalandi

01/25/2011 - 02/12/2011

Uppreisnin gekk yfir í 18 daga. Egypska ríkisstjónin lokaði fyrir internet tengingar landsins svo mótmæliendur næðu ekki að skipuleggja sig í gegnum netheiminn. Sama dag mótmæltu 10 þúsund manns og Mubarak rak ríkisstjórnina og setti inn fyrsta forsætisráðherrann í 30 ár. Þessi maður var Omar Suleiman. Mubarak gaf Suleiman öll sín völd og sagði þjóðinni að hann myndi taka við af honum út kjörtímabilið. Mótmælin héldu áfram og Suleiman sagði þjóðinni að Mubarak hefði sagt af sér og sett völdin í hendur egypska hersins. Herinn leysti upp egypska þingið, felldi niður stjórnarskránna og endurvakti neyðarlög Egyptalands. Essam Sharaf, almennur borgari, var gerður forsætisráðherra. Ofbeldisfullu mótmælin héldu áfram til lok 2011.
Mubarak og Habib voru dæmdir í lífstíðar fangelsi fyrir að hafa ekki stöðvað morðin sem gengu yfir fyrstu 6 daga byltingarinnar.

Írak

Írak var lengi hluti af Tyrkjaveldi en það breyttist á 19. öld.

Fyrri heimsstyrjöldin

1914 - 1918

Það var mikil spilling og lönd og héruð brutust undan stjórn Ottómanna. Ákveðnar þjóðernishugmyndir festu rætur meðal einstakra landa, þjóða og hópa. Tyrkir ákváðu að vera ekki hlutlausir og lýstu yfir heilögu stríði gegn Englandi, Frakklandi og Rússlandi útaf hrifningu af þýska iðn- og keisaraveldinu. Tyrkir voru með drauma um endurreist heimsveldi og vildu ná landi sem hafði glatast ásamt nýjum löndum. Englendingar ákváðu að ráðast á Tyrki á ýmsum stöðum t.d. í Írak og Palestínu. Þeir náðu Baghdad og Jerúsalem féll. Undir lok stríðsins voru Bretar búnir að hertaka Ísrael/Palestínu, Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon og Írak.
Bretland vildi hernema héruðin - Baghdad, Basra og Mosul.
Churchill skipaði fyrir herferð til Gallipoli í Tyrklandi til að reyna að hernema Konstantínópel.

Tyrkir biðu ósigur fyrir Bandamönnum, Bretar og Frakkar náðu undirtökum í Írak og Írak varð verndarsvæði Breta.

Breskt Írak

1920

Írak gerði mikla uppreisn þegar það kom í ljós að Bretar færu með stjórn ríkisins. Þessi uppreisn var brotin á bak aftur með ólýsanlegum aðgerðum. Vitað er að breski hersforinginn óskaði eftir eiturgasi en ekki er vitað hvort það var notað.

Breskt Írak - Feisal I varð konungur

1921

Breskt Írak - Umboðsstjón þeirra lauk

1932

Írak sjálfstætt konungsríki

1932

Hasemitar frá Arabíu-skaga voru settir til valda í Írak og Jórdaníu. Írak var alltaf einskonar leppríki Breta, konungsættin og valdamenn voru hliðhollir Bretum og Bandamönnum.

Saddam Hussein fæðist

1937

Í borginni Tikrit, en hann var líka handtekinn þar.

Seinni heimsstyrjölind

1939 - 1945

Bretar lögðu mikla áherslu á Írak vegna olíuauðlindanna. Það var vaxandi andstaða í hernum og margir töldu að á meðan breskur her og herstöðvar væru í landinu væri landið ekki sjálfstætt. Írakar snérust æ meir gegn Bretum. arabískir þjóðernissinnar hvöttu Íraka til að frelsa Sýrland og Palestínu.

Viðræður panarabískra þjóðernissinna við Þjóðverja

1940 - 1941

Bretar ákváðu að senda liðsauka til Íraks en þarlend stjórnvöld neituðu að eiga samvinnu við Breta. 1941 kom til átaka milli breskra og íraskra hersveita og lyktaði þeim með því að Írakar gáfust upp í lok maí. Í kjölfarið studdu Bretar hófsama stjórnmálamenn til valda og í framhaldinu fengu þeir sínu framgengt. Írakar lýstu stríði á hendur Þjóðverja í janúar 1942

Baath-flokkurinn stofnaður

1943

Hann var stofnaður í Damascus og hefur síðan verið mótandi afl í sýrlenskum og íröskum stjórnmálum. Þetta var arabískur þjóðernisflokkur með sósíalísku ívafi sem lagði áherslu á sérstöðu Araba og vann gegn áhrifum Vesturveldanna í Miðausturlöndunum.

Portsmouth samningurinn

1948

Samningur sem var skrifaður á mili Breta og Íraka. Bretar áttu að yfirgefa landið en hefðu samt aðgang að herstöðvum ef til átaka kæmi. Bretar fengu sæti og neitunarvald í varnarmálanefnd Íraka. Fjöldamótmæli brutust út þegar fréttist af samningnum. "Wathbah" (uppreisn). Það urðu fjölmenn mótmæli og bardagar á milli mótmælenda og lögreglu. Á tímabili ríkti stríðsástand.
Ríkisstjórnin þorði ekki að leggja samninginn fyrir þingið og rifti honum.

Konungsfjölskyldan og forsætisráðherrann drepin

1958

Forsætisráðherran og konungsfjölskyldan voru drepin þegar Írak varð lýðveldi. Þjóðernissinnaðir herforingjar voru búnir að fá nóg. Herforinginn Quasim stóð fyrir uppreisninni. Quasim dró Írak út úr Bagdad-bandalaginu sem var hernaðarbandalag undir forystu BNA. Hann var líka einn af frumkvöðlum að stofnun OPEC (samtök olíuútflutningsríkja) og hann reyndi að draga úr ítökum breskra og bandarískra olíufyrirtækja í landinu.

Quasim sýnt banatilræði

1959

Saddam Hussein reyndi að drepa Quasim. Hussein var 22 ára og má segja að þetta hafi markað upphafið af afskiptum hans af íröskum stjórnmálum.

Quasim steypt af stóli

1963

Foringjar úr Baath-flokknum steyptu honum af stóli, en þeir gerðu það með aðstoð CIA.

Arif bræður náðu völdum

1968

Baathistar náðu völdum

1968

Baath-flokkurinn náði völdum aftur. Saddam Hussein var einn þeirra.

Saddam Hussein náði einræði

1970

Ráðandi forseta var steypt af stóli og komst Saddam Hussein til valda. Hann réði með einræðisherraaðferðum sem minntu á Hitler og Stalín. Honum tókst að knésetja alla andstöðu við sig.

Vináttu- og samstarfssamningur við Sovétríkin undirritaður

1972

Íraksstjórnin undirritaði hann. Þetta var á tímum kalda stríðsins og vakti ekki mikla lukku meðal valdamanna á Vesturlöndunum

Ayatollah Khomeini

1979

Var yfir islamskri klerkastjórn í Íran. Klerkastjórninni var komið á þegar bylting varð þar. Í kjölfar þessa versnuðu samskipti Íraks og Íran

Saddam Hussein varð konungur

1979

Fyrra Persaflóastríðið

1980 - 1989

Saddam Hussein réðst inn í Íran til að stækka ríkið, ná olíulindum og betri aðgang að sjó. Írakar fengu mikinn stuðning frá vestrænu ríkjunum og veitti BNA þeim flotaaðstoð gegn Íran. 400-500 manns dóu.

BNA tók umm stjórnmálasamband við Írak

1984

BNA útveguðu Írak þeær upplýsingar sem nýttust þeim í stríðinu við Íran

Eitri sprautað yfir byggðir Kúrda

1988

Íraskar hersveitir sprautuðu eitrinu og í heild létust eða hurfu um 50-100 þúsund Kúrdar og hundruðir þorpa og bæja voru lagðar í rúst.

Seinna Persaflóastríðið

08/02/1990 - 02/28/1991

Írak gerði innrás í Kúveit. öryggisráð SÞ samþykkti harðorða ályktun þar sem innrásin er fordæmd. 6. ágúst samþykkti öruggisráðið svo að setja viðskiptabann á Írak. Það kom ekki í veg fyrir að Saddam Hussein légi innlima Kúvæt í Írak á formlegan hátt . 29. nóvember samþykkti öryggisráðið að Írakar skildu hraktir á brott með vopnavaldi ef þeir yfirgæfu ekki landið í síðasta lagi þann 15. jan 1991.

Í byrjun 1991 hafði svokallað Flóabandalag, 36 ríki sem bjó sig undir að hrekja Írak úr Kúvæt.

Seinna Persaflóastríðið - Desert Storm

01/16/1991 - 02/28/1991

Bandalagsþjóðirnar hófu mikla áras á skotmörk Íraka. Loftárásir stóðu lengi yfir og 24. febrúar réðust hermenn bandalagsþjóðanna inní Kúvæt og Írak. Þeim tókst að hrekja Írak úr Kúvæt á örfáum dögum. 28. febrár var búið að brjóta alla andstöðu á bak aftur

Food for Oil

1995

Írakar máttu flytja út olíu til að fjármagna kaup á matvælum og lyfjum.

Vopnaeftirlitsmenn SÞ flæmdir úr landi

1998

Takmarkanir á olíuflutningi afnumdar

1999

Ályktun gegn Írökum samþykkt

11/2002

Öryggisráð SÞ samþykkti einróma álykun gegn Írökum, ályktun 1441, sem kvað á um að Íraka skyldu í einu og öllu fara að kröfum um afvopnum ellegar horfast í augu við "alvarlegar afleiðingar"

Hans Blix gaf út skýrslu um vopnaeftirlit

01/27/2003

Hans Blix gaf út skýrslu um árangur vopnaeftirlitsins, og sagði hann að Írakar virtust ekki hafa að fullu fallist á kröfur um afvopnun á þann hátt sem þarf til að öðlast traust meðal þjóða heimsins og njóta friðar. Hann sagði að Írösk stjórnvöld hafi að mestu verið samvinnuþýð en ekki leyft eftirlitsflug og svo voru stundum mótmæli þar sem vopnaeftirlitsmenn voru að störfum. Vitað var að Írakar áttu mikið af taugagasi sem átti að hafa verið eytt 1991 en grunur léki á að það hafi aldrei verið gert. Einnig lék grunur á að gögnum hafi skipulega verið komið undan. Margir litu svo á að ekki yrði um villst að Saddam Hussein væri ekki að afvopnast og að það væri ekki á dagskrá hjá honum.

Bill Clinton fyrirskipaði loftárásir

02/02/2003

Bill Clinton fyrirskipaði loftárásir í kjölfar þess að vopnaeftirlitsmenn SÞ höfðu verið flæmdir úr landi. BNA varnarmálaráðuneytið vildi varpa um 3000 sprengjum á Írak á tvem sólarhringum til að undirbúa árás á landið sem hefði það markmið að koma íröskum stjórnvöldum frá. Markmiðið var að eyðileggja ýmis tákn um völd Saddams Husseins og að draga úr kjarki Íranskra hermanna

Hussein settir úrslitakostir

03/18/2003

Bush forseti BNA setti Hussein og sonum hans úrslitakosti þar sem hann gaf þeim tveggja sólarhringafrest til að yfirgefa Írak og fara í útlegð. Þeir sinntu því ekki og hófst innrás 2 dögum síðarr

Innrás BNA inní Írak

03/20/2003 - 05/01/2003

BNa og Bretar fengu ekki fylgi fyrir innrásinni innan SÞ og ákváðu þær þá að standa fyrir innrásinni á eigin vegum og fengu stuðning frá ýmsum bandamönnum s.s. Íslandi.
4. apríl var BNA her búinn að naá fótfestu í útjaðri Bagdad og þá fór Hussein í felur og fannst hann ekki. 1. maí lýsti Bush yfir því að átökum væri mest lokið og að uppbyggingarstarf myndi fara að hefjast með aðstoð Íraka.

Saddam Hussein náð

12/13/2003

Hann fannst í fæðingarborg sinni, Takrit

Árásir á helga staði shíta í Bagdad

03/02/2004

Mannskæðustu árásirnar til þessa þegar u.þ.b. 182 dóu í árásum á helga staði shíta í Bagdad og Karbala og hátt í 600 voru alvarlega særðir.

Íran

Reza Phalavi kemst til valda

1941 - 1979

Hann steypti föður sínum af stóli með hjálp Breta og BNA. En eftir átök á milli þingsins og hans flýr hann eftir átök við forsætisráðherran. Bretar og BNA eru með valdarán og keisarinn fær öll völd aftur.
Hann áti margar umbætur t.d.
Eignuðust flestir bændur landið sitt, ríkið fjármagnaði þungaiðnað og framkvæmdir, réttindi kvenna voru aukin og þær fengu kosningarétt, miklum peningum var varðið í menntun sérstaklega til sveita, verkamönnum var tryggður hluti í ágóða fyrirtækja og akrar og skógar voru þjóðnýttir.
Andstæðingar nútímavæðingarinnar beittust grimmilega gegn Phalavi.

Dr. Mohamad Mossadegh varð forsætisráðherra

1951

Hann þjóðnýtti olíufélögin, lagaði spillingu í stjórnkerfinu og hernum en var síðan steypt af stóli í valdaráni sem CIA hannaði og fjármagnaði

Ayatollah Khomeini varð erkiklerkur

1979 - 1989

Hann var íslamskur fræðimaður sem nam helgu borgina Quom og varð síðar erkiklerkur. Hann byrjaði að berjast gegn keisaranum á 7. áratugnum og var rekinn úr landi 1978.

Afghanistan

Þar eru súnní múslimar í meirihluta. Afghanistan er landlukt ríki og því eru inn-og útflutningar erfiðir en þó kemur 90% af ópíumi frá Afghanistan.
Aðal tungumálin eru Dari og Pashto. Tadzhikar og Úzbekar eiga sjálfstæð lýðveldi við landamærin og eru með fjölmennustu þjóðarbrotunum í landinu ásamt Pastúnum og Balúkum.

Bretar biðu ósigurs við Khyberskarð

1838

Krafa Afgana um breytt landamæri sett fram

1948

Við sjálfstæði Indlands og Pakistans settu Afganir kröfu um brytt landamæri. Þeir fóru fram á að landsvæði Pastúna í Pakistan yrðu að sjálfstæðu ríki. BNA studdi Pakistana, ekki afgani og varð Pakistan bandalagsríki BNA. Afganir leituðu þá til USSR eftir hjálp og vernd. Sovétmenn aðstoðuðu Afgani mikið og lögðu t.d. marga vegi.

Síðasta konunginum, Zahir Shahr, steypt af stóli

1973

Við þetta varð mikil hungursneyð. Daoud Khan stjórnaði uppreisninni og gerði Afganistan að lýðveldi. Khan var frændi kóngsins og var á móti nánum samskiptum við USSR. Khan treysti á stuðning vinstri manna í Afganistan.

Daoud Khan drepinn

04/1978

Khan var drepinn af Lenínistum, einum armi vinstri manna. Þeir náðu völdum og Nuri Mohammad varð forseti. Hafizullah Amin, flokksbróðir hans komst svo til valda ári síðar.

Innrás Sovétríkja

12/1979 - 1989

Þegar Amin komst til valda breiddist uppreisn skæruliða út árið 1978. Hann hafði skapað sér andúð meðal trúaðra múslima.
Sovétmenn reyndu að bola Amin frá völdum og réðust loks inn í landið um jólin 1979. Afganistan var kallað Víetnam Sovétríkjanna. Islamskir skæruliðar voru studdir af BNA og börðust við rauða herinn og her lýðveldisstjórnarinnar. Erlendir málaliðar voru mörgþúsund og frá yfir 50 löndum.
Sovétmenn gáfust upp árið 1989 en það var ennþá borgarastyrjöld í Afganistan.

Talibanar - Urðu pólitískt afl

1994 - 1996

Urðu pólitískt afl árið 1994

Talibanar - Náðu völdum

1996

Talibanar náðu völdum árið 1996. Þeir voru studdir af leyniþjónustu Pakistan og sóttu fylgi sitt aðallega til fátækra Pastúna (súnnítar). Þeir stjórnuðu skv islömskum lögum, engir leikir voru leyfðir, ekkert sjónvarpsáhorf eða neitt þess háttar og konur voru ekki með nein réttindi. Þeir héldu uppi trúarlegu einræðisríki. Refsingarnar voru skv Sharia-lögum - opinberar aftökur og harðar refsingar. Önnur trúarbrögð en súnní-islam var ofsótt og þeir eyðilögðu ómetanleg menningarverðmæti.
Árið 1998 höfðu þeir náð 90% af landinu til sín. Aðeins 3 lönd í heiminum viðurkenndu stjórn þeirra.
Talibanastjórnin hrökklaðist frá og þrátt fyrir mikla efnahagsaðstoð og erlendan her hefur nýrri stjórn ekki tekist að sameina þjóðina.

Talibanar - Árásirnar á Bandarískasendiráðið og Tvíburaturnana

9/11/2001

Hryðjuverkasamtök á vegum Talibananna, Al Quaeda, gerðu hryðjuverkaárás á Bandaríska sendiráðið í Afríku og á Tvíburaturnarna í New York. Eftir árásirnar neituðu talibanarnir að afhenda Osama Bin Laden.

Talibanar - Loftárásir Bandaríkjamanna

10/2001

Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á Afganistan því að Talibanar neituðu að afhenda þeim Osama Bin Laden.

Hamid Karzai forseti

2004 - 2014

Hamid Karzai var kosinn forseti árið 2004 til 5 ára og var svo endurkjörinn árið 2009. Karzai hefur oft verið sýnt banatilræði. Yngri bróðir hans var myrtur árið 2011 af Talibönum.
Karzai vinnur með Bandaríkjaher og NATO og eru gríðarleg átök við talibana og stríðsherra og mikil vinna í uppbyggingu innviða í landinu. Karzai hefur verið sakaður um spillingu, hann er talinn taka við og greiða mútur.

NATO tók við hernaði

2005

Bróðir Hamid Karzai myrtur af Talibönum

2011

Kongó

Í Kongó er kristni aðal trúarbragðið og helsti þjóðflokkurinn er Bangu-fólk, en þau eru 80%. Í Kongó eru verstu átökin í Afríku frá upphafi, 1000 konum er nauðgað á dag og 5-10 milljón manna hafa dáið á s.l. 20 árum.

Samningar Association Internationale du Congo við afrísk ríki

1884

Árið 1884 hafði sambandið samið við 450 afrísk ríki um sinn rétt til að ríkja yfir öllu svæðinu sem sjálfstæði ríki.

Stefnuyfirlýsing sett fram

1956

Stefnuyfirlýsing var sett fram sem bað um sjálfstæði strax. Þetta var pólitísk vakning fyrir Kongóbúa. ABAKO setti hana fram og notaðist við hugmyndir belgíska prófessorsins A.A.J. van Bilsen
ABAKO (The Alliance des Bakongo) voru andvíg nýlendustefnunni og stofnuðu til mótmæla. Sjálfskipaðir þjóðernissinnar og hreyfingar þeirra birtust í öllum héruðum á örstuttum tíma. Congolese National Movement var sterkust af þeim

Smjörþefurinn af lýðræði

1957

Kongó búar fengu smakk af lýðræði þegar Vestrænir Afríkumenn sem voru æstir í að beita sínum pólitísku réttindum út fyrir þéttbýlið komu uppá yfirborðið.

Áttin að sjálfstæði - Óeirðir gagnvart Evrópu

01/04/1959

Það urðu miklar óeirðið gagnvart Evrópu og voru margir sem týndu lífi sínu í þeim.

Áttin að sjálfstæði - Belgar viðurkenna sjálfstæðið

01/13/1959

Belgar viðurkenndu sjálfstæði Kongó sem sitt aðalmarkmið.
Þjóðernisbaráttan hafði náð svo háum hæðum að erfitt var fyrir nýlendustjórnina að stjórna atburðunum.

Áttin að sjálfstæði - Fundur í Brussel

1960

Þjóðernisbaráttan var orðin svo mikil að erfitt var fyrir nýlendustjórina að stjórna atburðunum. Kallað var til fundar í Brussel og fékk Kongó sjálfstæði. Mikil kaos varð í landinu.

Hútú-herinn eltur inní Kongó

1996

Herir stjórnarinnar í Rúanda eltu Hútú-herina inní Kongó eftir þjóðarmorðin í Rúanda. Rúanda og Úganda hröktu Mobuto frá völdum og uppreisnarmaðurinn Kabila komst til valda.

Átök milli Rúanda og Kabila

1997 - 2003

Mikil átök urðu á milli Rúanda og uppreisnarmannsins Kabila sem var nú kominn til valda í Kongó. Austur-Kongó varð átakasvæði.

Fyrstu frjálsu kosningarnar

2006

Fyrstu frjálsu kosningarnar voru haldnar og komst Jóseph Kabila (sonur Laurent Kabila) farð forseti en náði samt ekki að koma á friði.

Kashmír

Indland og Pakistan voru hluti af breska nýlenduveldinu. Bresk verslunarfélög réðu þar mestu s.s. Enka-Austurindíafélagið með aðstoð og styrk frá Bretlandi. Englendingar náðu fótfestu þegar indversku ríkjunum hnignaði á 18. öld. Hernum var stjórnað af Bretum en flestir hermennirnir voru Indverjar (Sepoyar)

Sepoyauppreisnin

1857 - 1858

Sepoyarnir í hernum gerðu uppreisn gegn nýlendustjórn Breta. Uppreisnarmennirnir voru fátækir bændur og ýmsir aðrir sem áttu um sárt að binda. Bretar brugðust mjög harkalega við og voru mikil grimmdarverk framin á báða bóga. Englendingar unnu og ákváðu að breyta nýlendustjórninni á Indlandi

Indversk þing komið á

1885

Indverska þingið átti að vera umræðu vettvangur fyrir menntaða Indverja en úr urðu pólitísku samtökin, Kongressflokkurinn.

Krafa um pólitískar umbætur orðin að fjöldahreyfingu

1909

Indverskir þjoðernissinnar kröfðust sjálfstæðis, héldu mótmælendafundi og snéru sér svo að skemmdarverkum til að fá meiri athygli frá fjölmiðlum.
Þessar aðgerðir Indverja urðu öðrum nýlendum fyrirmynd.

Tillaga að sjálfsstjórn frá Bretum

1937

Bretar komu með tillögu að sjálfsstjórn og var Ghandi hlynntur henni.

Ghandi myrtur

1948

Ghandi var myrtur af þjóðernissinnaðum hindúa

Samið um vopnahlé

1949

Uppreisn múslima varð í Kashmír þegar Indverjar tóku Jammu og Kashmír. Furstinn var hindúi en flestir íbúarnir múslimar. Indverjar sendu her á vettvang og að lokum var samið um vopnahlé - múslimar réðu hluta af Kashmír

Stríð á milli Indlands og Pakistan

1965

Hugmynd Indverja um að færa héraðið nær Indlandi vakti mikla andúð í Pakistan. Pakistan sendi her sinn inn í Kahsmír en Indverjar réðust á móti inní Pakistan. Stríðinu lauk með SÞ vopnahléi.

Önnur átök í tengslum við A-Pakistan

1971

Múslimskir skæruliðar hafa oft látið til skarar skríða og Pakistan hefur stutt við þá

Hindúar lögðu mosku í Ayodhya í rúst

1992

Þriðju átökin í tengslum við Pakistan

1999

Þessi átök vöktu miklar áhyggjur því rétt áður höfðu Indverjar og Pakistanar verið að gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Múslimskir skæruliðar hafa oft verið drepnir með sprengingum

Hryðjuverk í Mumbai -Laskar e Toiba

2008

188 létust í þessum hryðjuverkum og eru Laskar e Toiba líklega ábyrg.
Laskar e Toiba er sá Pakistanski hópur sem fólk hræðist hvað mest. Þeir berjast gegn indverskri stjórn í Kashmír.

Tíbet og Xinjiang

Í þessum löndum eru hvorki þjóðerni né trúarbrögð rót vandans, heldur stjórnmálaskoðanir. Í Xinjiang byggja minnihlutahóparnir Uygura og Kasaka héraðið. Þeir eru af tyrknesku bergi brotnir og eru múslimar. Nýfengið sjálfstæði Mið Asíuveldanna hefur gefið þeim von um aukinn sjálfsákvörðunarrétt .
Tíbet er að reyna að berjast um sjálfstæði frá Kína, en Kínverjar eru erfiðir í samningaviðræðum því þeir hafa öll spil á sinni hendi.
Han Kínverjar eru 92% af þjóðarbrotunum.

Xinjiang

Xinjiang er á stærð við Vestur-Evrópu. Það er strjálbýlt en þar eru miklar náttúruauðlindir. Xinjiang vilja stofna sitt eigið ríki og fá aukinn sjálfsákvörðunarrétt. Þeir beita skæruhernaði og sprengingum. 40% íbúa eru Han Kínverjar og 60% Uhiygur. Í Xinjiang er trúfrelsi og konur mega eignast fleiri en 1 barn.
Fólk frá minnihlutahópum er oft í stjórnsýslu en valdið liggur þó alltaf hjá forystu Kommúnistaflokksins á hverjum stað og þeir eru alltaf Han Kínverjar.
Minnihlutahópar búa flestir á strjálbýlum landamærahéruðum Kína og þarf að halda þeim góðum - það er efnahagslegur ávinningur af því.
Múslimarnir njóta stuðnings Araba, þó aðallega fjármagn.
Fólk í Xinjiang samsvarar sér frekar með fólki af tyrkneskum uppruna heldur en Kínverskum.

Óeirðir og handtökur eftir átök í Urumqi

2009 - 2010

Tíbet

Tíbet varð sjálfstætt ríki eftir fall Ching keisaraveldisins. Samfélagið er byggt á hefðum og sterkri trú. Yfirstéttin einangraði landið og barðist gegn erlendum áhrifum. Tíbetbúar úa yfir andstöðu við öllu sem kommúnistar stóðu fyrir. Tíbet er hernaðarlega mikilvægt fyrir Kínverja, þarna er kalt, landið er 3000-5000 m yfir sjávarmáli og er oft kallað "þak heimsins" þar af leiðandi er það mjög erfitt yfirferðar.
Samningaviðræður við Kína eru erfiðar og er mikil þreyta og klofningur hjá útlægum Tíbetum. Dalai Lama vill viðræður við Kínverja en þeir eru mjög áhugalausir. Kínverjar eru ráðandi í efnahagskerfi Kínverja og stöðugt fleiri Han Kínverjar flytja inn í landið, þá aðallega til borgarinnar Lhasa. Alþjóðasamfélagið sýnir Tíbet ekki mikinn stuðning.