Tímalína - Uppeldi og menntun

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir

Events

Aþena

900 B.C

Grikkir höfðu ekki skyldunám eða opinbert menntakerfi, heldur sendu foreldrar börn sín í nám hjá ólíkum kennurum sem kenndu ólíka hluti og greiddu þeim fyrir. Hjá málfræðikennara lærðu börn að lesa, skrifa og reikna og bókmenntir, sem börnin lögðu að miklu leyti á minnið, einkum Hómerskviður en einnig kvæði annarra skálda, svo sem Hesíódosar og Símonídesar. Hjá tónlistarkennara lærðu þau meðal annars að syngja lög lýrískra skálda, hljóðfæraleik og dans. Og hjá íþróttakennara stunduðu börnin íþróttir og ýmis konar leikfimi. Áherslan var lengi mun meiri á íþróttir og tónlist en málfræði og bókmenntir. En á hellenískum tíma (það er eftir dauða Alexanders mikla 323 f.Kr.) varð áherslan í auknum mæli á lestur, skrift og bóknám. Þá urðu málfræði, mælskulist og rökleikni, rúmfræði og reikningur, stjörnufræði og tónlist uppistaðan í almennri menntun. Uppeldi í Aþenu var um margt ólíkt uppeldi í Spörtu. Aþenumenn lögðu meiri áherslu á persónuþroska einstaklingsins og frelsi en mikil virðing var borin fyrir lögum borgríkisins og trú feðranna. Menntunin var fyrir alla frjálsborna drengi en menntun stúlkna var ekki önnur en sú sem þær hlutu inni á heimilinu og ekki var talin þörf á frekari fræðslu fyrir þær og voru þær jafnan giftar mjög ungar.

Sparta stofnuð

900 B.C

Í Spörtu féll uppeldið inn í heildstætt stjórnkerfi Spartverja þar sem megináhersla var lögð á hermannlegar dyggðir, líkamlegt atgervi, hörku og algera hlýðni við ríki og yfirvöld. Ríkið sá um uppeldi og voru drengir nánast eign þess frá fæðingu fram á fullorðinsár. Ef að nýfæddir drengir voru ekki vel skapaðir og hraustlegir voru þeir bornir út. En þeir sem hlutu náð öldunganna voru aldir upp á heimili sínu til 7 ára aldurs. Drengirnir fluttu þá í eins konar heimavist eða herskála og formlegt uppeldi og þjálfun ríkisins hófst. Ungar stúlkur í Spörtu höfðu meira jafnrétti á við drengi en tíðkaðist í öðrum grískum borgríkjum. Þær lærðu húshald á heimilum sínum en höfðu auk þess frelsis til útilífs og líkamsþjálfunar á sérstökum þjálfunarsvæðum.

Forn-Grikkir og Rómverjar

Approx. 800 B.C - Approx. 480 B.C

Í samfélögum á tímum Forn-Grikkja og Rómverja og allt fram á síðustu öld, var skólaganga forréttindi yfirstéttarbarna og þeirra sem meira máttu sín. Margt bendir til að menntun Grikkja á þessum tíma hafi miðað að því að þroska einstaklinginn sem persónu. Menntunin eða ferlið var nefnt paideia en markmiðið nefndist areté, þ.e. að vera duglegur, dugandi eða dyggðum prýddur. Rómverjar tóku menntakerfi Grikkja sér til fyrirmyndar. Grískir kennarar voru fengnir til að kenna í Róm og þannig urðu menningaráhrif Grikkja mikil. Lærðu nemendur grísku jafnhliða latínu, móðurmáli sínu. Menntun Grikkja var miðað að því að þroska einstaklinginn sem persónu. Grikkir töldu að þessi markmið næðust best með því að læra lög og siði þjóðarinnar, stunda nám í listum og skáldskap og taka þátt í trúarlegum hátíðum. Einnig var mikið lagt upp úr íþróttaiðkun alls konar. Forn-Grikkir voru bundnir trúnaðarskyldum við heimaborg sína og verndarguði hennar. Uppeldið miðaði að því að rækta trúnað við heimaborgina. Siðfræði og uppeldi var með nokkuð mismunandi hætti og áherslum frá einni borg til annarrar vegna þess að hver borg hafði eigin verndarguði sem voru tilbeðnir með fórnum og hátíðum. Borgirnar höfðu einnig eigin lög og voru þau lífæð samfélagsins.

Fyrstu lög í Aþenu um uppeldi

640 B.C - 559 B.C


Menntunin var fyrir alla frjálsborna drengi og hófst hún við 6-7 ára aldur. Drengirnir lærðu lestur, skrift og dálítið í reikningi, og auk þess söng, tónlist og íþróttir. Að loknu grunnnámi, við 14 til 15 ára aldur, tók við gymnasium (íþróttaskóli) þar sem synir heldri borgara lögðu stund á íþróttir auk þess sem þeir héldu áfram námi í öðrum greinum. Við 18 ára aldur hófst eins konar opinber herskóli þar sem ungir menn dvöldust og klæddust sérstökum búningi. Þjálfunin stóð yfir í eitt ár.

Socrates

469 BC - 399 BC

Sókrates var grískur heimspekingur frá Aþenu. Andstætt forverum sínum, náttúruspekingunum, fór hann að íhuga frekar náttúru samfélags og siði þess. Þrátt fyrir að vera skynsemdarhyggjumaður eins og flestir samtímamenn hans þá var hann mjög andsnúinn geðþóttastefnu sem einkenndi suma þeirra og var sjálfur heittrúaður, en sófistar höfðu á tímum Pelópsskagaófriðarins gagnrýnt trúarbrögð, siði og reglur ríkisins. Með ítarlegri skoðun á þessum málum segja margir að Sókrates hafi verið upphafsmaður siðfræðinnar. Spurningar eins og; „Hverskonar líf er þess virði að því sé lifað?“, „Hvað er vinátta?“, „Hvað er réttlæti?“ drógu athygli spekinganna að nýjum málefnum.

Platon

427 BC - 347 BC

Platon var heimspekingur á klassískum tíma Grikklands og stofnandi Akademíunnar í Aþenu, fyrsta stofnunin í æðri námi í hinum vestræna heimi. Hann er víða talin áhrifaríkasti hugsuðurinn í þróun heimspekinnar, einkum í vestrænum hefðum. Hann var nemandi Sókratesar og kennari Aristótelesar.

Aristotle

384 BC - 322 BC


Aristóteles var forngrískur heimspekingur frá borginni Stagíru. Hann var nemandi Platons og kennari Alexanders mikla. Aristóteles er, ásamt Platoni, af mörgum talinn áhrifamesti hugsuður í vestrænni heimspeki. Hann var einnig mikilvirkur vísindamaður og fékkst við flestar greinar vísinda síns tíma. Hann skrifaði fjölmargar bækur m.a. um rökfræði (fræðigrein sem hann fann upp), verufræði, frumspeki, eðlisfræði, sálfræði, líffræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, dýrafræði, grasafræði, mælskufræði, skáldskaparfræði, siðfræði, stjórnmálafræði og sögu heimspekinnar fram að hans tíma.

Miðaldir

Approx. 476 - Approx. 1517

Miðaldir eru tímabil í sögu Evrópu, sem ná frá falli Rómaveldis eða um 476 e. Kr. til um 1517 e. Kr. Lok miðalda eru oft miðuð við upphaf endurreisnarstefnunnar í listum, eða við fund Kristófers Kólumbusar á Ameríku 1492. Miðaldir voru erfiðir tímar í Evrópusögunni og eru oft kallaðar hinar myrku miðaldir, t.d. vegna svartadauða, vegna hnignunar verslunar og samgangna ásamt hægri þróun lista. Kaþólska kirkjan á miðöldum stjórnaði öllu uppeldi og tók það viðfangsefni föstum tökum. Markmiðið var að allir mótuðust af hinum kristna kaþólska anda. Skólar sem stofnaðir voru á þessum tímum voru í tengslum við klaustur eða dómkirkjur. Ekki var um að ræða neina skólaskyldu heldur var markmið kirkjunnar með þessum skólum að mennta væntanlega þjóna kirkjunnar til prestsembætta eða klausturlífs.

Isidore of Seville

560 - 636

Isidore var fræðimaður og erkibiskup í Sevilla í meira en þrjá áratugi. Hann er almennt talinn síðastur af feðrum kirkjunnar, eins og sagnfræðingurinn Montalembert frá 19. öld setti það í margfalda setningu: "Síðari fræðimaður forna heimsins." Isidore skiptir ævi fólks í 6-7 skeið, frumbernsku sem varir frá fæðingu til sjö ára aldurs. Bernska varir frá sjö ára aldri til um fjórtán ára hjá piltum en tólf hjá stúlkum. Æska frá fjórtán til tuttugu og eins árs og jafnvel lengur. Svona heldur þetta áfram.

Arabar koma til hins vestræna heims.

Approx. 600

Arabar fluttu með sér þekkingu á forngrískri menningu og heimspeki. Þeir nýju menningarstraumar urðu meðal annars til þess að örva fræðiiðkanir víða í Evrópu og vöktu áhuga á fornmenningu Grikkja og Rómverja. Sá áhugi hafði í för með sér aukinn áhuga á ýmsu því sem haft var í hávegum í hinum fornu ritum, s.s. tónlist, bókmenntum, myndlist og vísindum.

Háskólar stofnaðir

Approx. 1100 - Approx. 1500

Á tímabilinu 1100-1500 voru settir á stofn háskólar víða í Evrópu svo sem í Bologna á Ítalíu, Oxford og Cambridge í Englandi, Glasgow í Skotlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku, Heidelberg og Leipzig í Þýskalandi. Talið er að við lok 15. aldar hafi háskólar í Evrópu verið farnir að nálgast áttunda áratuginn.

Endurreisnin (Há)

Approx. 1350 - Approx. 1600


Endurreisn eða endurreisnartímabilið var tímabil í mannkynssögu, sem tók við af miðöldum. Það var blómaskeið í listum og vísindum, sem hafði töluverða hliðsjón af listum og hugmyndum Forn-Grikkja og Rómverja. Endurreisnin er venjulega talin hefjast á Ítalíu á 14. öld og hafi síðan borist þaðan um Evrópu allt til síðari hluta 16.aldar og því staðið frá síðmiðöldum fram á nýöld.

Martin Luther

1483 - 1546

Martin Luther hengdi mótmælandaskjalið fræga "Disputation of Martin Luther on the Power and Efficacy of Indulgences" á kirkjuhurðina í Wittenberg þann 31 október 1517. Martin var þýskur prófessor í guðfræði, tónskáld, prestur og munkur. Hann barðist fyrir almennri skólaskyldu líka fyrir stúlkur og honum fannst að allir sem hefðu hæfileika ættu að fá menntun. Hann lagði mikla áherslu á kristindóms- og móðurmáls kennslu og að allir yrðu færir um að lesa Biblíuna á móðurmáli sínu. Hann vildi að latína og gríska yrðu áfram kennd. Hann vildi að nemendur lærðu stærðfræði og tónlist og að bókasöfnum yrði komið fyrir í skólum.

Ignatius Loyola

1491 - 1556

Loyola var forystumaður öflugar vakningar innan kaþólsku kirkjunnar. Markmiðið var að bæta vísindalega og guðfræðilega menntun í gegnum Jesúítaskóla.

Barist fyrir almennri skólaskyldu

Approx. 1500


Siðbótarmenn bárust fyrir almennri skólaskyldu fyrir stúlkur og drengi. Hugmyndir þeirra komu fram um 1500. Martin Luther hafði helstu áhrif á þetta með bréfi sínu.

Jesúítaskólar

1534

Jesúítaskólar voru mótspil kaþólskunnar kirkjunnar við Lútherskunni. Tilgangurinn var að bæta vísindalega og guðfræðilega menntun sem vopn í baráttu kaþólsku kirkjunnar gegn mótmælendatrúnni. Jesúitar tóku ýmislegt upp af hugmyndum mannúðarsinna og nýttu sér aðferðir þeirra, t.d. við latínunám. Þeir lögðu sig fram um að gera nemendum skólagönguna ánægjulega. Þeir höfðu einnig skilning á að innri áhugahvöt nemendans sjálfs er besta leiðin til árangursríks náms. Mikið var gert úr alls konar samkeppni og voru verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu. Áhersla var lögð á ýmsar sérgreinar s.s. leikuppfærslur þar sem nemendur og kennarar sömdu texta og léku.

Johan Amos Comenius

1592 - 1670

Comenius var þekktur trúarleiðtogi mótmælenda, en er frægastur fyrir að hafa bylt uppeldisfræðum samtímans og komið fram með ýmsar hugmyndir sem áttu stóran þátt í þróun uppeldis- og menntunarfræða. Comenius var á sínum tíma þekktastur fyrir umbætur í uppeldis- og menntamálum Evrópu. Hann sameinaði ýmsar hugmyndir sem áður töldust andstæður, alþjóðahyggju og þjóðerniskennd, vísindi og trú, og færði menntunina til æskunnar, til barna Evrópu. Comenius náði til barna með því að ganga út frá þeim hlutum sem börnin þekktu af eigin reynslu. Hann taldi að menntun barna ætti að miða við eigin reynslu og að tengja ætti námsgreinarnar t.d. læra sagnfræði á latínu. Hann var á móti líkamlegum refsingum. Hans hugmyndir um skólakerfi voru:
Móðurskóli: Til 6 ára aldurs. Þeir eru fyrirmynd leikskólanna í dag. Þarna áttu börnin að leika sér.
Móðurmálsskóli: Frá 6-12 ára. Læra lestur, skrift og reikning og einnig hæversku, samlyndi og hjálpsemi.
Latínuskóli: Frá 12-18 ára.Fyrir alla sem hefðu hæfni-óháð efnahag. Þarna voru kenndar hefðbundnar greinar.
Háskóli: Frá 18-24 ára. Bara allra hæfustu nemendurnir. Þeir þurftu námshæfileika og einnig aðra æskilega mannkosti.

Uppeldisfræðin þróast sem vísindagrein

Approx. 1600

Uppeldisfræði þróaðist smám saman sem vísindagrein á 17. öld, efldist og styrktist á næstum tveimur öldum.

Þrjátíu ára stríðið

1618 - 1648

Þrjátíu ára stríðið var röð styrjalda sem átti sér stað í Þýskalandi á árunum 1618 til 1648. Öll helstu stórveldi Evrópu drógust inn í átökin. Lengi vel var stríðsins minnst sem skæðustu styrjaldar sem Evrópa hafði háð fram til Napóleonsstyrjaldanna. Herfarir hluteigandi og plágur sem þeim fylgdu lögðu mörg héruð Þýskalands sem næst í auðn.

John Locke

1632 - 1704

Locke hélt því fram að maðurinn væri við fæðingu sem óskrifað blað. Reynsla mannsins fyllti síðan smátt og smátt blaðið. Hann lagði áherslu á heilbrigða lífshætti og að ala upp frjálsar manneskjur. Locke benti á að öll hugtök, hugmyndir og þekking mannsins ættu rætur í ytri reynslu. Hann lagði mikla áherslu á dómgreind og gagnrýna hugsun og mat slíkt meira en að nemendur tileinkuðu sér mikið magn þekkingar. John Locke var einnig talsmaður umburðarlyndis gagnvart skoðunum annarra, s.s. trúarskoðunum. Hann er einn meginhugsuða upplýsingarstefnunnar.

Jean Jacques Rousseau

1712 - 1778

Rousseau varð mjög frægur fyrir skrif um uppeldismál og setti hugmyndir sínar fram í dæmisögu um uppeldi Emils. Rousseau taldi að hlutverk uppeldis væri að færa okkur allt það sem við höfum ekki fengið í vöggugjöf en þörfnumst á fullorðinsárum. Samkvæmt kenningum hans eru uppalendur manneskjunnar þrír: náttúran, hlutirnir og mennirnir. Það tilheyrði rómantísku stefnunni, náttúrulegt eðli mannsins er gott en siðmenningin spillir því og tilfinningar eru jafnmikilvægar og rökhugsun.

Barnaskóli Vestmannaeyja

1745 - Approx. 1755

Fyrsti barnaskóli Íslands var settur á stofn í Vestmannaeyjum árið 1745. Hann starfaði í u.þ.b. 10 ár, en þá voru ekki til peningar til frekari starfsrækslu hans. Árið 1880 var Barnaskóli Vestmannaeyja stofnaður, og hefur hann starfað samfleytt í Vestmannaeyjum frá 1880.

Johan Heinrich Pestalozzi

1746 - 1827

Pestalozzi var hugsjónarmaður sem vildi bæta stöðu alþýðunnar með bættu uppeldi og betri menntun. Hann stofnaði nokkra skóla og gaf út bókina, Hvernig Geirþrúður kennir börnum sínum. Hann hvarf með aldrinum frá hugmynd Rousseaus um meðfædda góðmennsku og taldi þurfa að laða hana fram mrð uppeldinu. Hugmyndir hans um kennslufræði var að byrja á einföldum einingum og hlaða svo upp í flókin kerfi og að málhæfni er mikilvæg fyrir sjálfsvirðingu og reisn alþýðunnar. Skilningur okkar byggir á tölum, formi og nafni.

Seinni hluti 18 aldar

Approx. 1750

Senni hluti 18 aldar var umbrotatími á flestum sviðum. Það voru róttækar hugmyndir um uppeldi og kennslu. Menn vildu beina uppeldi inn á eðlilegri og frjálslegri brautir. Meira umburðalyndi gegn börnum. Sönn þekking byggð á rannsóknum. Framfarir í náttúruvísindum.

Emile, or On Education

1762

Emile er bók um eðli menntunar og um eðli manns sem skrifuð var af Jean-Jacques Rousseau, sem hélt að hún væri það "besta og mikilvægasta" allra skrifa hans. Vegna þess að hluti af bókinni ber yfirskriftina "Profession of Faith of Savoyard Vicar", var Emile bönnuð í París og Genf og var opinberlega brennd árið 1762, árið sem hún var fyrst birt. Í frönsku byltingunni var Emile innblástur fyrir það sem varð svo nýtt menntakerfi. Rosseau fjallar um uppeldi Emils frá bernsku til fullorðinsára og ætlar honum mismunandi viðfangsefni eftir því sem árin líða.

Friedrich Fröbel

1782 - 1852

Fröbel var frumkvöðull að skipulögðu uppeldi smábarna í skólum. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá Rosseau og Pestalozzi en ýmsar viðbætur Fröbels vöktu athygli fyrir hve vel þær reyndust í kennslu. Hann lagði t.d. áherslu á að börn fengju að kynnast náttúrunni beint, einstaklingseðlinu og að börn væru frjáls. Einnig að börn fengju að skapa með höndunum.

Hausastaðaskóli

1791 - 1812


Hausastaðaskóli, fyrsti heimavistarskólinn. Einn fyrsti vísir að reglulegu skólahaldi fyrir börn og ungmenni hér á landi var Hausastaðaskóli. Tildrög skólahaldsins voru þau að Jón Þorkelsson, fyrrum skólameistari í Skálholti, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni að eigur hans skyldu renna í sjóð, Thorkilliisjóðinn, og átti hann síðan að standa straum af menntun fyrir fátækustu og mest þurfandi börn í Kjalarnesþingi. Hausastaðir í Garðahverfi urðu fyrir valinu og tók skólinn til starfa árið 1791. Eftir að skólinn hafði verið starfsræktur í 20 ár gekk sjóðurinn til þurrðar. Ekki fékkst fjármagn annars staðar frá til skólahaldsins og var starfsemin því lögð niður árið 1812 og munir skólans seldir á uppboði.

Fyrstu lög um barnafræðslu

1814

Danmörk var fyrst til að setja lög um barnafræðslu

Noregur setur lög um barnafræðslu

1827

Noregur var annað landið til þess að setja lög um barnafræðslu

Barnaskólinn í Reykjavík

1830 - 1848

Barnaskóli Reykjavíkur vr einkaskóli sem var stofnaður í Reykjavík árið 1862 og lærðu börn þar lestur, skrift, reikning, biblíusögur, réttritun, landafræði og dönsku.

Fyrsti leikskólinn

Approx. 1837

Fröbel stofnaði fyrsta leikskólann í bænum Blankenburg í Thüringen og frá árinu 1849 kallaði hann skólann Kindergarten (barnagarð). Eftir febrúarbyltinguna 1848 voru skólar Fröbels bannaðir í Prússlandi til ársins 1869 en voru þó starfræktir annars staðar í Þýskalandi þó að nokkuð drægi úr aðsókn að þeim á þessum árum.

Febrúarbyltingin

1848

Febrúarbyltingin snerist aðallega um kreppu í Frakklandi, mótmæli vegna matarskorts, ósætti við stjórnarhætti, mótmæli bönnuð og menn vígbjuggust við það. Byltingarmenn vildu stofna lýðræði, Óeirðir brutust út, 20 manns féllu. Loðvík Filuppus síðasti konungur Frakklands sagði af sér. Eftir það var sett á bráðabirgðarstjórn, réttur til kostingina: úr 200.000 í 9 millj. Loðvík Napóleon Bónaparte fyrsti forseti lýðveldisins. Gekk undir Napóleon III, var keisari Frakka 1852-1870. Byltingin dreifðist hratt um Evrópu, varði i nokkra mánuði en áhrifin urðu ekki varnaleg.

Barnaskólinn á Eyrarbakka

1852 - Present

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti samfellt starfandi grunnskóli á Íslandi. Hann hefur starfað óslitið frá 25. október, árið 1852 og er því 166 ára um þessar mundir.

Sigmund Freud

1856 - 1939


Freud var einn af brautryðjendum nútímasálfræði og var frumkvöðull í rannsóknum á sálarlífi manna. Hann leitaðist við að sýna fram á að reynsla í bernsku hefur áhrif á þróun persónuleikans á fullorðinsárunum. Hann gerði ráð fyrir því að sálin þyrfti orku að halda ekki síður en líkaminn og uppspretta hennar taldi hann vera í efnaskiptum líkamans. Upphaflega taldi hann að allar mennlegar athafnir stöfuðu af hvöt sem kallast libido en hún var kynferðisleg í eðli sínu. Síðar breytti hann hvatakenningu sinni og gerði ráð fyrir tveim andstæðum öflum: lífshvöt(kynlíf) og dauðahvöt(árásarhneigð) Hann taldi að hvatirnar stjórnuðust af einu lögmáli: vellíðunarlögmáli. Því er fullnægt þegar einstaklingurinn fær útrás hvata sinna. Hann taldi að persónuleiki þróaðist í ákveðnum skrefum frá fæðingu til kynþroska. Þroski einstaklingsins skiptist í fimm sálkynferðisleg stig: Munnlegastigið, endaþarmsstigið, getnaðarlimsstigið, lægðarstigið og kynþroskasstigið. Freud hélt því fram að margar dulvitaðar þrár og sálarflækjur ættu rætur að rekja til kynferðislegrar bælingar.

John Dewey

1859 - 1952

Dewey hafði mest áhrif á uppeldishugmyndir manna á Vesturlöndum á 20.öld. Hann stofnaði Laboratory School ásamt konu sinni Samræmi þykir ríkja milli hugmynda Deweys innan hrimspeki og uppeldisfræði. Hann tilheyrir þrim hópi heimspekinha sem kenndur eru við pragmatisma eða verkhyggju. Þá að meta hlutina hvort þeir leiði til góðs eða ills. Hann taldi að menntun er ekkinmarkmið í sjálfri sér heldur verður hún að leiða til góðs fyrir einstakling og samfélag. Lýðræði er ekki hugmynd heldur framkvæmd og lærist í samskiptum við aðra. Kennsufræði Deweys byggðist á learning by doing. Nám á að virkja sem flest skynfæri og á að vera gagnlegt fyrir nemendur. Menningarsaga og náttúrufræði lærist með því að framkvæma hefðbundinn verk. Einn þekktasti heimspekingur síðustu aldar og hafði mikil áhrif á menntamál í USA og víðar. Hann vildi gera myndlist aðgengilega öllum, færa hana úr viðjum listasafna og inn í hversdagslíf fólks. „Myndlist á að vera aðgengileg öllum börnum og grundvallaratriði í tjáningu og samskiptum.“

Rudolf Steiner

1861 - 1925

Waldorfstefnan var sett fram af Rudolf Steiner. Stefnan tengist að hluta til uppeldishugmyndum Maríu Montessori og hafa bæði skólakerfin notið vinsælda til dagsins í dag. Waldorfkerfið byggir á hugmyndafræði sem leiðir til ákveðins lífsviðhorfs og lífsstíls. Hugmyndafræðin sem Steiner boðaði nefnist antroposofi eða mannviska á íslensku. Í mannvisku er mikil áhersla lögð á íhugun og samspil manns við náttúruna. Auk þess er áhersla lögð á hollt fæði, lífræna ræktun, skapandi starfsemi líkt og tónlist, myndlist og dans. Til þess að kennarar geti kennt í þessum skólum þurfa þeir sérstaka menntun og þjálfun, líkt og kröfurnar sem Montessori gerði til sinna kennara.

María Montessori

1870 - 1952

María setti fram kenningar um uppeldi smábarna í skólum. Hún vann með þroskaheft börn og færðist við það frá læknisfræðilegum áherslum í átt til félagsvísindanna. Hún varð prófessor í mannfræði og forstöðukona. Hún kom á fót stofnun, Hús barnanna. Uppeldisáherslur Montessori voru að innleiða vísindin í skólastarfið, sjálfræði barnsins í vali á viðfangsefnum og þroskun skynjunar og hreyfinga.

Landsjóður styrkir barnafræðslu

1878


Til að hljóta styrk úr Landssjóði þurftu sveitakennarar að vera ráðnir af hreppsnefnd.

Skólaskylda

1880


Fyrstu lög um skólaskyldu koma til landsins.

Jean Piaget

1896 - 1980

Piaget var ættfaðir þroskasálfræðinnar. Piaget segir að börn smíði sinn eigin skilning á heiminum og til þess að skilja heiminn flokkum við reynslu okkar. Hann taldi að einstaklingurinn færi í gegnum 4 stig vitsmunaþroska eftir því hvernig hann skyldi heiminn. Hvert stig er háð aldri og hvernig við aðgreinum hugsun, s.s. það hvernig við hugsum aðgreinir stigin en ekki hvað við vitum mikið. 0-2 Skynhreyfistig, 2-7 ára Foraðgerðastig, 7-11 Hlutbundnar aðgerðir og 11-15 Formlegar aðgerðir

Rhoda Kellog

1898 - 1981

Rhonda safnaði rúmlega hálfri milljón mynda frá börnum á aldrinum 2-8 ára
Öll börn ná valdi á táknbundinni tjáningu á svipaðan hátt.
Út frá fyrsta krassi barnsins þróast áveðin grunnform, hringur, lóðréttur kross, kross sem liggur á ská, ferhyrningur o.s.frv.
Síðan tengjast tvö eða fleiri af þessum formum og úr verður Mandala.
Þessi þróun á sér stað allsstaðar og á öllum tímum.

Uppeldisfræði verður sjálfstæð fræðigrein

Approx. 1900

Uppeldisfræðin verður sjálfstæð fræðigrein á 20 öldinni. Viðhorf til greinarinnar, staða greinarinnar og sjálfstæði hennar jókst á þeim tíma. Uppeldisfræðin var alltaf samofin guðfræðinni og heimspeki.

Erik Erikson

1902 - 1994

Erik taldi að félagslegt umhverfi einstaklings myndi hegðun hans og persónuleika. Hann taldi einning að egó væri mikilvægasti hluti persónuleikans. Hann lagði áherslu á að ná góðum tökum á ákveðnum hæfileikum og verkefnum einstaklingsins og lýsa því hvað varðar þroskaþrep/aldursbil þar sem einstaklingar byrja og ljúka ákveðnu stigi.

Carl Rogers

1902 - 1987

Carl Ransom Rogers var bandarískur sálfræðingur og meðal stofnenda mannúðaraðgerðarinnar í sálfræði. Rogers er víða talinn vera einn af stofnendum feðra sálfræðimeðferðarannsókna og var heiðraður fyrir brautryðjandi rannsóknir sínar.
Meðferð persónuupplýsinga, hans eigin nálgun hans á skilningi persónuleika og mannlegra samskipta, kom inn á ýmis svið, svo sem sálfræðimeðferð og ráðgjöf, menntun, samtök og aðrar hópstillingar. Carl er ein af stofnendum mannúðarstefnunnar sem viðurkennir lífeðlislegar þarfir en leggur megináherslu á félagslegt umhverfi og metnað

Knud Grue-Sørensen

1904 - 1992

Prófessor í kennslufræði við Kaupmannahöfn 1955-1974. Sem heimspekingur gaf Grue út Vor Tids Moralskepticisme (Moral Cepticism) árið 1937 og fyrir ritgerð sína Studier over Refleksivitet (Studies on Reflexivity) birtist hann í Dr.Phil árið 1950. Ein stærsta útgáfa hans, Opdragelsens historie
(The history of education), 1-3 sem komu út á árunum 1956 -1959 og Almen pædagogik (General education) sem kom út 1974.

Almenn skólaganga á Íslandi

1907


Árið 1907 voru í fyrsta sinn sett almenn fræðslulög hérlendis sem kváðu á um skólaskyldu barna frá 10 ára til 14 ára aldurs. Var heimilunum ætluð önnur fræðsla barnanna og þau áttu að koma nokkurn veginn læs og skrifandi í skólann. Heimild var í þessum lögum til þess að færa skólaskyldu niður í 7 ára aldur þó að hún væri almennt ekki notuð.

John Bowlby

1907 - 1990

Bowlby lagði mikla áherslu á myndun geðtangsla á fyrsta ári barnsins og taldi að til þess að barnið myndi þroskast eðlilega væri nauðsynlegt að það fengi náið, stöðugt samband og hlýju frá umönnunaraðila, sem væri fullnægandi og gleðilegt fyrir báða aðila. Ef barnið myndaði góð tengsl við foreldri þá hefði það áhrif á atferli, persónuleika og félagsþroska barnsins, þessum börnum liði betur, finndust þau einhvers virði, lærðu að trúa á aðra og mynduðu góð sambönd við þá og þau lærðu að þiggja náin samskipti, tækju frekar áhættu og væru óhræddari við að kanna nýjar aðstæður.

Hús barnanna

1907

Árið 1907 opnaði fyrsta Hús barnanna og veitti Maria Montessori því forstöðu. Húsið var fyrir 60 börn á aldrinum 2-6 ára. Þetta hús var til þess að hýsa flækingsbörn.

Abraham Maslow

1908 - 1970

Abraham Harold Maslow var bandarískur sálfræðingur sem var best þekktur fyrir að búa til þarfapýramídann Maslow, kenning um sálfræðilega heilsu sem byggir á því að uppfylla innfædda mannlegar þarfir í forgang og hámarki sjálfstraust. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að einbeita sér að jákvæðu eiginleikum fólks, í stað þess að meðhöndla þá sem "bag of symptoms". Abraham er einn af stofnendum mannúðarstefnunnar sem viðurkennir lífeðlislegar þarfir en leggur megináherslu á félagslegt umhverfi og metnað

Phillippe Ariés

1914 - 1984

Philippe Ariès var franskur sagnfræðingur sem fjallaði aðallega um fjölskyldur og barnæsku. Hann skrifaði margar bækur um hið daglega líf margra. Hans best unna og stærsta verk hans sagði frá breytingaum á vestrænum viðhorfum til dauða. Phillippe Ariés setti fram kenningar sínar um börn á miðöldum á sjöunda áratug síðustu aldar.

Rússnenska byltingin

1917

Rússneska byltingin 1917 er afdrifaríkur atburður á 20. öld og er í raun heiti yfir nokkrar misstórar byltingar, þar sem sú stærsta var gerð 1917. Í febrúarbyltingunni árið 1917 gengust hersveitir keisarans til liðs við mótmælendurna og Nikulás II sagði af sér. Við tók svokölluð bráðabirgðastjórn. Keisarafjölskyldan var send til Síberíu í stofufangelsi. Bráðabirgðastjórnin vildi halda áfram þátttöku Rússlands í heimsstyrjöldinni og jókst fylgi bolsévika því um megn.

Reidar Myhre

1917 - 2005

Engin mynd var til af Myhre
Reidar Myhre var norskur kennari sem var lektor í Osló frá 1974. Hann birti fjölda fræðsluverka, þar á meðal Inngangur að heimspeki mennta (Innføring i pedagogisk filosofi) árið 1959, Hugmyndasaga uppeldisfræðinnar (Pedagogisk idéhistorie) árið 1964, og ásamt Torstein Harbo; Menntasálfræði (Pedagogisk psykologi) sem voru 2 bindi árin 1960-1961.

Myher var innblásinn af kristinni trú og íhaldssamri gagnrýni á því sem kallað var náttúrufræðilegt og efnishyggjukennt mannkyn. Myhre hafði mikið á móti vísinda- og hugsjónarannsóknum innan mennta. Hann var einnig gagnrýninn á kennslufræðilegt sjónarhorn Dewey, sem hann kallaði "náttúrufræðilegt raunsæi". Myhre lagði áherslu á að menntun þurfti að byggjast á grunnskilningi en sýndi einnig kristinu sjónarhorni sem forsendu fyrir uppeldisfræðslu heimspeki og vísinda.

Thomas Gordon

1918 - 2002

Thomas Gordon var bandarískur klínískur sálfræðingur og samstarfsmaður Carl Rogers. Hann er þekktur fyrir að kenna samskiptahæfileika og úrlausnaraðferðir við foreldra, kennara, leiðtoga, konur, ungmenni og sölumenn. Líkanið sem hann þróaði varð þekkt sem Gordon Model eða Gordon Method, heilt og samþætt kerfi til að byggja upp og viðhalda árangursríkum samböndum.

Diana Baumrind

1927 - Present

Diana Blumberg Baumrind er klínískur-þróunar sálfræðingur þekkt fyrir rannsóknir sínar á foreldraformum og gagnrýni hennar á notkun blekkingar í sálfræðilegum rannsóknum.

Lögum um skólaskyldu á Íslandi breytt

1936

Á árinu 1936 voru síðan sett ný fræðslulög þar sem skólaskylda var færð niður í 7 ára aldur um allt land. Um áratuga skeið voru þó reknir smábarnaskólar eða tímakennsla stunduð fyrir fjölda barna allt frá 5 ára aldri þar til þau hófu nám í barnaskólum. Allt frá árunum upp úr 1950 var þó alvarlega farið að huga að því að taka upp kennslu 6 ára barna í skólunum og vorið 1964 voru fyrst haldin tveggja vikna vornámskeið við alla skóla Reykjavíkur og sóttu þau yfir 90% allra barna sem urðu skólaskyld á árinu. Þessum námskeiðum var haldið áfram allt til 1970 þegar almenn forskólakennsla 6 ára barna hófst í Reykjavík.

Emil i Lönneberga (Emil í Kattholti)

1963 - 1997

Mér finnst sögurnar um Emil í Kattholti tengjast uppeldi á marga hætti, hann er greinilega ofvirkur (mögulega með ADHD) og á erfitt líf sem hann snýr upp á með hinum ýmsu kúnstum. Mamma og pabbi Emils nota mjög furðulegar aðferðir til uppeldis og þau virðast ekki alltaf vera á sömu síðunni, en maður sér alveg skýrt í gegnum öskrin og óróleikann hversu mikið þau elska hann.

Sumargjöf 50 ára

1974

Söga leikskólanna hér á landi má finna í þessari bók.

Búrið

1977


Fyrsta íslenska unglingabókin sem kom af stað áhuga á unglingavókum var Búrið eftir Olgu Guðrúnu.

Grænland stofnað

Approx. 1979

Uppeldi Grænlendinga bar einkenni mildi og eftirlátssemi. Þetta má rekja til trúar- og hugmyndaheims Grænlendinga. Börn voru þar nefnd eftir einhverjum látnum ættingja og með nafninu fylgdi einning sál hins látna. Það þótti því óviðeigandi að slá barnið eða refsa því á annan hátt. Það janfgilti því að ráðast að hinum framliðna. Foreldratilfinning Grænlendinga er mjög sterk og nýtur sín getur en hjá mörgum í þróaðri samfélögum. Til grundvallar virðist liggja sú hugmynd að börnin á Grænlandi læri best af eigin reynslu. Þau voru látin takast á við umhverfi sitt mjög snemma, fengu t.d. að leika sér með hættulega gripi, hnífa og aðra oddhvassa hluti, án þess að fullorðnir skiptu sér af því.

Hjallastefnan

1989

Þann 25. september 1989 opnaði Hafnarfjarðarbær leikskólann Hjalla í Hafnarfirði og réði til starfa leikskólastjórann Margréti Pálu Ólafsdóttur, sem þá hafði um árabil starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg auk þess að starfa sjálfstætt við ráðgjöf fyrir dagvistarstofnanir. Margrét Pála lagði upp með all nýstárlega námsskrá fyrir leikskólann; kynjaskiptar deildir (sem hún að auki vildi ekki kalla deildir heldur kjarna), engin leikföng og hugsýn um að allir ættu að vera vinir, hafa sama rétt og stunda jákvæð samskipti. Hjallastefnan vakti strax mikla athygli fyrir þessar nýstárlegu aðferðir í leikskólauppeldinu og voru ekki allir á eitt sáttir um ágæti aðferðanna og var kynjaskiptingin þar umdeildust og mikill misskilningur á ferð um tilgang hennar.

Fyrsti Waldorfsskólinn

1992

Waldorfkerfið byggir á hugmyndafræði sem leiðir til ákveðins lífsviðhorfs og lífsstíls. Hugmyndafræðin nefnist antroposofi (mannviska). Þar er mikil áhersla lögð á íhugun og samspil mannsins við náttúruna. Einnig á hollt fæði og lífræna ræktun, skapandi starfsemi s.s. tónlist, myndlist, dans og fleira. Hugmyndir Waldorfstefnunar um þroska barna voru að þaö væru engin próf og engin aðgreining eftir hæfni til 14 ára aldurs, sköpun og listir til jafns við bóknám, engin tilbúin leikföng, engin gerviefni og sérstök Waldorf kennaramenntun.

Ný lög um leikskóla

1994


Í fyrstu grein segir : „Lög þessi taka til starfsemi leikskóla. Leikskólinn er fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri. Er þá miðað við 1. september það ár sem börnin verða 6 ára. Leikskóli annast í samræmi við lög þessi að ósk foreldra uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri undir handleiðslu sérmenntaðs fólks í leikskólauppeldi.“

Miðaldabörn

2005

Í bókinni Miðaldabörn er greint frá ýmsum nýjum hugmyndum um börn á miðöldum. Brynhildur Þórðardóttir er þar á meðal og vísar til Nicholas Ornes (sjá annan stað á tímalínu). Ritstjórar bókarinnar voru Ármann Jakobsson og Torfi H. Tulinius. Hér er mikið og áhugavert rannsóknarsvið ókannað og ekki er ótrúlegt að þessi bók opni gáttir til nýrra rannsókna á þessu sviði. Í inngangi láta ritstjórar þá von í ljós, að hún marki "...upphaf frjórra rannsókna á íslenskum börnum á miðöldum. Undir þá ósk er full ástæða til að taka, en vitaskuld þarf einnig að rannsaka sögu barna á öðrum öldum. Ef líta má á þessa bók sem upphaf rannsókna verður ekki annað sagt en að vel sé af stað farið. Bókin hefur að geyma sjö ritgerðir eftir jafnmarga höfunda og fjalla þær allar um stöðu barna í íslensku og norrænu samfélagi á miðöldum. Höfundar nálgast og ræða viðfangsefni sín út frá ýmsum sjónarhornum og allir nýta þeir fornar heimildir íslenskar, Íslendingasögur og önnur fornrit, lagatexta o.s.frv., á athyglisverðan hátt, auk þess sem þeir leita vitaskuld einnig til erlendra heimildar- og rannsóknarrita. Með því tekst þeim að varpa skýru og oft forvitnilegu ljósi á rannsóknarefni sín.