Þættir úr Íslandssögu frá landnámi til 1820

Gulabókin í 4. bekk

Main

Víkingaöldin

793 - 1040

Á þessum árum gekk á ýmsu í samskiptum norrænna manna við Evrópubúa. Stundum herjuðu þeir á önnur lönd, allt frá Atlantshafsströnd í vestri að rússnesku steppunum í austri. Lögðu jafnvel undir sig stór landflæmi svo sem Normandi í Frakklandi og Danalög í Englandi. Einnig gátu samskiptin verið á friðsamlegri nótum því víkingar voru dugmiklir kaupmenn og stóðu fyrir umfangsmikilli verslun víða um lönd.

Árásin á Lindisfarne

793

Hópur norrænna sjóræningja réðst á klaustur á eynni Lindisfare við norðausturströnd Englands. Þessi atburður of látinn marka upphaf víkinaöld.

Færeyjar byggðust

820 - 830

Samkvæmt íslenskum heimildum var það Grímur kamban sem fyrstur settist þar að.

Dicuilus

825

Írskur rithöfundur upp um 825. Hann segir frá írskum munkum sem hafa siglt til eyjarinnar Thule til að geta iðkað trú sína og hugleitt í einveru og næði.

Landnám Ingólfs Arnasonar

871

Öskulag nefnt landnámslagið féll 871 sem sýnir að landnámsmenn hafi verið komnir til landsins fyrir 871 (bls 11).

Landnám Íslands skv. Íslendingabók

874

Kemur fram í Íslendingabók en það er orðið hefð að miða landnám við það ártal.

Ísland fullbyggt

930

Stríður straumur landnema lá til Íslands frá Noregi, Bretlandseyjum og öðrum Norðurlöndum. Talið að landið hafi nokkurn veginn verið fullbyggt.

Alþingi stofnað

930

Sumarið 930 kom Alþingi Íslendinga saman í fyrsta skipti ef marka má Íslendingabók.

Fyrstu kristniboðarnir

980

Skömmu eftir 980 áttu þeir Þorvaldur Koðránsson hinn víðförli og Friðrik trúboðsbiskup frá Saxlandi að hafa verið hér á ferð og boðuðu einkum trú á norðanverðu landinu.

Landnám á Grænlandi

985

Eiríkur rauði kannar Grænland

986 - 989

Allmikill floti úr höfn frá Breiðafirði undir forystu Eiríks rauða Þorvaldssonar á leið til Grænlands 986. Hann hafði áður orðið sekur fyrri víg og hélt nú í vesturátt. Kannar hann og fylgdarmenn hans vesturströnd lands þess næstu þrjá vetur. Nefndi hann landið Grænland.

Önnur tilraun til kristniboðs

995 - 1000

Næsta tilraun til kristniboðs var gerð á dögum Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs. Hann sendi tvo kristniboða til landsins þá Stefni Þorgilsson og Þangbrand (saxneskur prestur). Stefni gekk illa en Þangbrandi betur og létu ýmsir höfðingjar sunnan og austan lands skírast.

Fundið Vínland

1000

Kristnitaka

1000

Úrslitarimman milli þeirra sem vildu halda í forna siði og hinna sem vildu taka kristna ftrú fór svo fram á Alþingi við Öxará.

Ísleifur Gissurarson biskup

1056 - 1080

Settist að í Skálholti og stofnaði þar skóla til að mennta verðandi presta. Ísleifur átti sífellt í útistöðum við veraldlega höfðingja sem ekki voru tilbúnir til að lúta leiðsögn kirkjunnar í siðferðilegum efnum. Hann varð að reka biskupsembættið og skólann fyrir eiginn reikning því kirkjan hafði enga fasta tekjustofna. Þrátt fyrir þetta efldist kirkjan að völdum og virðingu í biskupstíð Ísleifs.

Biskupstíð Gissurar Ísleifssonar

1081 - 1118

Tíundarlögin

1096

Biskupinn Gissur Ísleifsson tókst að fá Alþingi til að tryggja kirkjunni fastan tekjustofn; tíundina. Var þetta 10% tekjuskattur en tíund hverrar sóknar skiptist síðan í fjóra hluta; biskup fékk 1, prestur annan, sóknarkirkjan þriðja og sá fjórði var áætlaður fátækum. Íslenska tíundin var 1% eignaskattur og var ekki í fullu samræmi við þær kenningar kirkjunnar sem gerði ráð fyrir að tíund væri einungis greitt af lifandi fé. Líklega hafði Gissur sagt að fræðimenn kirkjunnar gerðu ráð fyrir að laga mætti tíundina að aðstæðum í hverju landi.

Biskupstíð Jóns Ögmundarsonar

1106 - 1121

Fyrsti biskup á Hólum í Hjaltadal var Jón Ögmundarson. Hann reisti meðal annars dómkirkju, stofnaði skóla og grundvallaði klaustrið á Þingeyrum.

Biskupsstólnum skipt í tvennt

1106

Í biskupstíð Gissurar var biskupsstólnum skipt í tvennt og stofnaður sérstakur biskupsstóll á Norðurlandi á Hólum í Hjaltadal. Fyrsti biskup þar var Jón Ögmundar son. Hann reisti meðal annars dómkirkju, stofnaði skóla og grundvallaði klaustrið á Þingeyrum.

Hafliðaskrá færð í letur

1117

Fyrsti hluti þjóðveldislaganna sem færður var í letur. Kennd við Hafliða Másson á Breiðabólsstað í Vestur-Hópi.

Íslendingabók rituð

1120 - 1130

Hún er ágrip af Íslandssögu frá landnámi til um 1110. Elsta ritheimildin um þá atburði. Talin áreiðanleg heimild. Eftir Ara fróða Þorgilsson

Fyrsta klaustri

1133

(1112). Fyrsta klaustrið sett á fót á Þingeyrum.

Staðamál fyrri

1178

Kolbeinn Tumason fellur á Hólum

1208

Sturlungaöld

1220 - 1262

Tímabilið 1220-1262 er kallað Sturlungaöld og kennt við Sturlungaættina sem var mjög mikilvæg í átökum íslensku höfðingjaættanna um völd og áhrif í landinu. Á þessum tíma fóru höfðingjar milli héraða með stóra flokka vopnaðra manna og tókust á. Einnig kom það fyrir að höfðingjar kölluðu á þingmenn sína og vinnumenn þeirra til að herja á andstæðinga sína.

Sturla Sighvatsson til Róm

1232

Erkibiskup í Niðarósi neyddi Sturlu að fara til Rómar og gangast undir skriftir hjá páfa fyrir mótgerðir sínar við Gumund biskup góða. Á leiðinni til Rómar kom Sturla við í Noregi og komst í vinfengi við Hákon konung. Fær hann Sturlu til að reyna að koma Íslandi undir stjórn Noregskonungs. Beitti hann mun harkalegri aðferð en Snorri frændi hans hafði gert.

Örlygsstaðabardagi

1238
  1. ágúst 1238. Kolbeinn ungi og Gissur Þorvaldsson höfðu myndað bandalag sín á milli gegn Sturlungum sem saman fóru mið mikið lið yfir Kjöl og léu safna liði í Skagafirði svo lítið bar á. Laust herjunum svo saman vð Örlygsstaði í Skagafirði í fjölmennustu orrustu Sturlungaaldar.

Víg Snorra Sturlusonar

1241

Í september 1241 fór Gissur Þorvaldssonmeð um 70 manna lið í Reykholt og lét drepa Snorra.

Flóabardagi

1244

Flugumýrarbrenna

1253

Íslendingar gerast þegnar Noregskonungs

1262

Sáttmálinn sem Íslendingar gerðu við Noregskonung hefur hlotið heitið Gamli sáttmáli. Hann er aðeins varðveittur í tiltölulega ungum afskriftum en mikilvægustu ákvæði sáttmálans eru líklega hin sömu.

Járnsíða

1271

Jónsbók

1280

Sættargerðin í Ögvaldsnesi

1297

Samband Íslands og Danmerkur hefst

1383

Plágan fyrri

1402

Enskt fiskiskip við Dyrhóley

1412

Birtist skip við Dyrhóley sem landsmenn könnuðust ekki við. Kom í ljóð að þetta var enskt fiskiskip. Nokkrir Englendingar dvöldust svo hér um veturinn og strax næsta ár voru við veiðar hér við landið 30 ensk skip og ekki leið á löngu þar til Englendingar voru einnig farnir að stunda hér verslun.

Eiríkur af Pommern bannar Íslendingum

1413

Konungur og Björgvinjarkaupmennn fundu samstundis fyrir tekjutapi vegna Íslandsverslunar Englendinga og banna Eiríkur konungur af Pommern Íslendingum að versla við aðra en Björgvinjarkaupmenn. Englandskonungur bannar þegnum sínum Íslandssiglingar tímabundið en ensku kaupmennirnir brugðust hart við og sendu bænaskrá gegnum enska þingið til konungs. Einnig létu Íslendingar í sér heyra og báðu um að Englendingum yrði leyft að versla áfram hér á landi.

Víg Björns Þorleifssonar ríka

1467

Piningsdómur

1490

Skriðuklaustur í Fljótsdal

1493

Síðasta klaustrið stofnað hér á landi.

Plágan síðari

1495

Nýja testamentisþýðing Odds Gottskálssonar

1540

Siðbreytingin í Skálholtsbiskupsdæmi

1541

Aftaka Jóns Arasonar

1550

Stóridómur

1564

Guðbrandsbiblía kemur út

1584

Einokurnarverslunin hefst

1602 - 1787

Tyrkjaránið

1627

Kópavogsfundurinn

1662

Erfðaeinveldi á Íslandi

1662

Síðasta galdrabrenna á Íslandi

1685

Fyrsta manntal á Íslandi

1703

Upphaf Innréttinganna

1751

Hrappseyjarprent

1773

Skaftáreldar

1783

Hólavallarskóli

1786

Fríhöndlun hefst

1787

Bessastaðaskóli

1805

Bylting Jörundar hundadagakonungs

1809