Heimili Hannesar Hafstein

Hannes Hafstein kom víða við og hér má sjá hvar hann bjó á ýmsum æviskeiðum.

Heimili

Möðruvellir í Hörgárdal

1861

Kaupmannahöfn

1880

Regensen, Store Kannikestræde

Þingholtsstræti 12

1886

Hannes býr með móður sinni í leiguhúsnæði, eftir að hann kemur frá námi.

Þingholtsstræti 11

1889

Fljótlega eignuðust hjónin sitt eigið heimili að Þingholtsstræti 11.

Fischershús, Mánagötu 1, Ísafirði

1896

Þegar Hannes var settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði fluttust hjónin þangað.

Tjarnargata 32, Ráðherrabústaðurinn

1907

Þegar Ráðherrabústaðurinn var tilbúinn, fluttu Hannes og Ragnheiður þangað.

Tjarnargata 33

1909

Eftir að ráðherradómi Hannesar lauk í fyrra skiptið byggðu hjónin sér hús beint á móti, við Tjarnargötu 33.

Tjarnargata 32

1912

Hannes verður ráðherra á ný og flytur aftur í Ráðherrabústaðinn.

Grundarstígur 10

1915

Síðasta heimili Hannesar Hafstein, á Grundarstíg bjó hann sem ekkjumaður til dauðadags 1922.
http://magga.typepad.com/.a/6a00d8341f206d53ef0120a67f5e3c970c-pi